News

Uppskrift: Hver elskar ekki pönnukökur?

Uppskrift: Hver elskar ekki pönnukökur?

Það er fátt betra en að byrja vikuna á hollum og góðum pönnukökum. Besta við þessar pönnukökur að þær taka enga stund að búa til svo eru þær líka ótrúlega hollar og bragðgóðar.

Uppskriftin er einföld og þægileg.

1 bolli hafrar
1/2 bolli möndlumjólk
1 egg
1 banani 
1-2 tsk kanill
1 tsk chia fræ

Þessu er öllu blandað saman í mixer síðan skellt á pönnuna og úr því verða 5 pönnukökur. Svo til að gera extra vel við sig þá er hægt að láta nota sykurlausa súkkulaðismjörið frá GoodGood brand og toppa það síðan með frosnum hindberjum og sýrópi - gerist ekki betra! 

Fallegi Neri diskurinn okkar er hægt að nálgast hér
Svo er það bara að slappa af og njóta. 

- Bisou